Falsaðir 5000 krónu seðlar á Akureyri

Lögreglan á Norðurlandi eystra vill vekja athygli á því að undanfarna daga hafa komið inn mál á borð hjá þeim þar sem aðilar hafa framvísað fölsuðum 5000 krónu seðlum í viðskiptum á Akureyri. Lögreglan yfirheyrði ungling sem framvísaði fölsuðum 5000 krónu seðlum í tveimur verslunum á Akureyri. Unglingurinn játaði þann verknað en sagðist ekki hafa falsað þá sjálfur. Sólarhring síðar framvísaði annar aðili, 5000 krónu seðli í verslun og uppgvötvaðist það ekki fyrr en viðskiptin höfðu átt sér stað og viðkomandi búin að yfirgefa verslunina. Málin eru til rannsóknar.

Lögreglan á Norðurlandi eystra vill hvetja þá sem stunda viðskipti með peningaseðla að vera vel á varðbergi gagnvart þessu og skoða seðlana vel. Þessar falsanir voru frekar lélegar en á einum seðli var sama myndin báðum megin, en þegar mikið er að gera þá kannski gleymist stundum að athuga þetta sérstaklega.

5000