Fáir nýttu sér upplýsingamiðstöðina í Ólafsfirði

Upplýsingamiðstöðvar voru starfræktar á Siglufirði og í Ólafsfirði í sumar á tímabilinu 15. maí til 30. september. Alls komu 1788 ferðamenn á upplýsingamiðstöðvarnar, en þar af aðeins 295 í Ólafsfirði en 1493 á Siglufirði. Alls voru þetta 1655 erlendir ferðamenn og 133 Íslendingar. Ferðamenn komu frá 32 þjóðlöndum og voru Frakkar og Þjóðverjar hvað fjölmennastir í ár. Til skoðunar er að lengja opnunartíma miðstöðvanna næsta sumar.

20979709664_480f235a2c_k

 

T