Hátíðin FagraFest verður haldin núna á laugardaginn 6. júlí, en það er ungt fólk í Dalvíkurbyggð sem stendur að hátíðinni. Hátíðin stendur yfir frá kl. 12:00 og fram á kvöld. Milli klukkan 12:00-15:00 fer öll dagskráin fram við Víkurröst. Kl. 15:45-18:00 fer dagskráin fram í Kirkjubrekkunni.

  • Kl. 12:00-15:00 Markaður við Víkurröst. Enn eru nokkur pláss laus. Upplýsingar gefur Jenný í síma 699 1226
  • Kl. 13:00-14:00 Fléttunámskeið. Saga Árna kennir undirstöðuatriði í fléttum. Tilvalið fyrir alla prinsessuforeldra. Skráning og nánari upplýsingar hjá Sögu í síma 849 1201. Verð 500 kr.
  • Kl. 13:00-15:00  Andlitsmálning. Silja Dröfn og félagar bjóða upp á fallega andlitsmálun.
  • Kl. 13:00-15:00 Vinnusmiðja fyrir neðan sparkvöllinn . Skreytingar og búningar undirbúnir fyrir karnivalgönguna. Upplýsingar gefur Heiða í síma 893 4999
  • Kl. 15:00 Karnivalganga um götur bæjarins sem endar svo á kirkjusvæðinu.
  • Kl. 16:00-18:00  Fáránleikar í Kirkjubrekkunni – Froðufótbolti – Kassabílarallí – Lifandi tónlist – Paraglide
  • Kl. 17:00  Kveikt upp í grilli. Við hvetjum alla til að koma með mat á grilli og teppi í brekkuna.

FagraFest Music

18 ára aldurstakmark, 2000 kr. í forsölu, 2500kr. við hurðina

kl. 21:00-2:00+

Fram koma: Morgan Kane, Fresh Pots, Kaleo, BBQ Brothers, Teigarbandið, Johnny and the rest, Síðasti séns, Casio Fatso, Why Not Jack, MDM, Brain Police

Tónleikarnir haldnir í gamla bílaverkstæðinu niður á sandi