Fagna ákvörðun um lögreglunám á Akureyri

Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar þeirri ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða. Enn fremur hvetur byggðaráð Dalvíkurbyggðar Ríkisstjórn Íslands og Alþingi til að halda áfram á sömu braut hvað varðar uppbyggingu á landsbyggðinni. Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs á síðasta fundi ráðsins þann 1. september 2016.