Færri börn á leikskólaaldri á Skagaströnd

Leikskólastjóri Leikskólans á Skagaströnd segir að skráðum leikskólabörnum hafi fækkað og stefni nú í að vera 32 en hafi verið á bilinu 36-39 síðastliðið starfsár.
Starfsmönnum hefur einnig fækkað og jafnframt hafa þeir sem eru í starfi tekið
aukið starfshlutfall.