Færanleg salerni í Fjallabyggð ?

Íþrótta- og tómstundafulltrúi Fjallabyggðar hefur gert grein fyrir stöðu mála varðandi salernisaðstöðu á bungusvæði á Skíðasvæðinu í Skarðsdal.  Búið er að finna einangraðan gám sem komið verður fyrir salernum. Frístundanefnd Fjallabyggðar hefur lagt áherslu á að hægt verði að færa gáminn yfir sumartímann til að nýta hann á öðrum stöðum.