Fær leyfi fyrir hænu en ekki hana á Siglufirði

Íbúar við Hvanneyrarbraut 52 á Siglufirði óskuðu eftir leyfi til að vera með hænur og hana á eign sinni og voru með samþykki nærliggjandi íbúa fyrir því. Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkti búfjárhald á hænu en hafnaði leyfi fyrir hana. Bæjarráð og bæjarstjórn Fjallabyggðar á þó eftir að fjalla um málið.

Sambærilegt mál kom upp í Reykjavík fyrir nokkru og var þá eins gefið leyfi fyrir 4 hænum en ekki hana og settar voru strangar reglur um umgengni og staðsetningu. Lesa má um það mál hér.

Hani