Fækkun í gistinóttum á Norðurlandi í apríl

Gistinóttum fækkaði um 6% í apríl 2018 samanborið við apríl 2017. Alls voru 19.549 gistinætur á Norðurlandi í apríl 2018, en voru 20.784 í apríl 2017. Frá maí 2017 til apríl 2018 er hinsvegar 7% fjölgun á gistinóttum á Norðurlandi og voru alls 307.074 gistinætur á þessu tímabili. Meðalnýting á herbergjum á öllu landinu var um 55% í apríl 2018 og lækkaði um rúmlega 11% miðað við apríl 2017. Tölulegar upplýsingar eru frá Hagstofunni.