Fækkun gesta á Hafíssetrinu Blönduósi

Miðvikudaginn 31. ágúst var síðasti opnunardagur Hafíssetursins á Blönduósi sumarið 2011.
Um það bil 1250 gestir heimsóttu Hafíssetrið í sumar og er það nokkur fækkun frá
undanförnum árum. Í ár er fyrsta árið þar sem útlendingar voru fleiri en Íslendingar og voru Þjóðverjar í meirihluta erlendra gesta.

Hafíssetrið mun opna að nýju næsta vor en opið verður um safnahelgi á Norðurlandi vestra þann 8. – 9. október. Drög af dagskrá fyrir safnahelgi má sjá á www.huggulegthaust.is, en Hafíssetrið mun standa m.a. fyrir leiðsögn um gamla bæinn á Blönduósi.

Ef áhugi er fyrir hendi að heimsækja Hafíssetrið yfir veturinn er hægt að hafa samband með tölvupósti á netfang  hafis@blonduos.is