Fækka þarf vinnustundum vinnuskóla Fjallabyggðar

Vegna mikillar aðsóknar nemenda í Fjallabyggð, þá er ljóst að fjármagn sem áætlað var dugar ekki fyrir þær vikur sem ætlunin var að láta vinna í sumar í Fjallabyggð. Ljóst er að frekara fjármagn er ekki til staðar til að leysa vandann.

Lagt hefur verið til að fækka um eina vinnuviku hjá 8. og 9. bekk.
Ákvörðun um fækkun vinnustunda hjá 10. bekk hefur verið frestað, þar sem
alltaf hefur orðið fækkun á starfsmönnum þegar líður á sumarið.
Nokkrir flokksstjórar í vinnuskóla Fjallabyggðar hafa lýst áhuga á að hætta aðeins fyrr en samningar gerðu ráð fyrir. Með þessum breytingum er gert ráð fyrir að fjárhagsáætlun ársins standist.