Í Fjallabyggð verður bæjarfulltrúum fækkað úr níu í sjö í næstu sveitarstjórnarkosningum.
Fjöldi fulltrúa í sveitarstjórnum byggir annars vegar á 11. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 þar sem lagður er til grundvallar íbúafjöldi í viðkomandi sveitarfélagi. Hins vegar er byggt á 9. grein sömu laga sem varðar sérstaka samþykkt um stjórn og stjórnsýslu sveitarfélags. Í samþykktinni ákveður sveitarstjórn fjölda sveitarstjórnarfulltrúa innan þess ramma sem kveðið er á um í 11. greininni.