Fjallabyggð hefur samþykkt að rekstraraðilar Pálshúss og Kaffi Klöru í Ólafsfirði fái leyfi til að mála tröllafótspor á gangstéttar og bílastæði við Aðalgötu og Strandgötu í kringum safnið og kaffihúsið.

Tilgangurinn er að vekja athygli á safninu Pálshúsi og Kaffi Klöru, en áður hefur verið málað tröll á húsið þar.