Eigendur Siglóhóls ehf. sem reka Hól, ævintýrahúsið á Siglufirði við gamla knattspyrnuvöllinn á Siglufirði, hafa fengið leyfi frá Fjallabyggð fyrir uppsetningu á rafhleðslustöðvum á bílaplanið við Hól.
Einnig hafa eigendur hóls óskað eftir aðkomu Fjallabyggðar að merkingu og lýsingu rafhleðslustæðanna.
Húsnæðið sjálft hefur verið tekið allt í gegn og verið undanfarið leigt út til hópa.