Fá fjármuni til að efla sjúkraflug á Sauðárkróki og Húsavík

Í ræðu Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra á ársfundi Heilbrigðisstofnunar Norðurlands kom fram að hann væri ánægður með hvernig til hefði tekist í rekstri HSN á þessu fyrsta heila starfsári stofnunarinnar.  Sagði Kristján að á næstu vikum yrðu lagðir fram fjármunir úr ríkissjóði, alls um 50 milljónir króna, til að mæta óskum HSN um framkvæmd ýmissa verkefna á starfssvæðinu. Meðal slíkra verkefna nefndi hann heimahjúkrun á starfssvæðinu, eflingu sjúkraflutninga á Sauðárkróki og Húsavík og aukna heilsueflingu á starfssvæði HSN.

hop2
Heimild og mynd: hsn.is