Kaffi Klara ehf. í Ólafsfirði hafa fengið heimild til að nota sölukofa Fjallabyggðar til þess að vera með veitingasölu á snjókross mótinu sem haldið verður á Ólafsfirði þann 17. febrúar næstkomandi.
Von er á fjölmenni í bæinn fyrir þetta mót og geta því gestir mætt í sölukofana til að kaupa drykki og mat.