Fá að lenda þyrlu við Golfskálann á Siglufirði

Viking Heliskiing hafði áður óskað eftir leyfi til að lenda þyrlu við Sigló hótel, en Fjallabyggð samþykkti það ekki og vísaði á Siglufjarðarflugvöll sem lendingarstað.  Viking Heliskiing hefur nú náð samkomulagi við eigendur Golfskálans á Siglufirði um að lenda þar og nota aðstöðu fyrir skíðamenn og þyrlur.