Eyþing, Samband sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum hefur óskað eftir heimild að taka yfirdráttarlán hjá Sparisjóði Höfðhverfinga til að mæta rekstrarvanda sem við er að etja í almenningssamgöngum á vegum Eyþings. Til að hægt verði að standa við samninga við verktaka þarf að grípa til ráðstafana, m.a. mögulega að fá yfirdráttarlán, samtals allt að 10 mkr. Bréf þessa efnis var sent til aðildarsveitarfélaga Eyþings og til stjórnar Eyþings.

Dalvíkurbyggð hefur lýst yfir áhyggjum af skuldasöfnun vegna almenningssamgangna á Eyjafjarðarsvæðinu og að rekstrarniðurstaða sé svo fjarri þeim áætlunum sem kynntar voru í upphafi og þeim væntingum sem bundnar voru við nýjan rekstraraðila.

Skólafólk í Dalvíkurbyggð og þeir sem sækja vinnu til Akureyrar hefur aðeins að hluta til geta nýtt sér nýjar almenningssamgöngur þar sem þjónusta við svæðið var skert eftir áramótin.

Stjórn Eyþings hefur óskað eftir fundi með þingmönnum og innanríkisráðherra til að fá aukið fjármagn í reksturinn.