Eyfirski safnadagurinn í Ljóðasetrinu

Ljóðasetur Íslands tekur að vanda þátt í Eyfirska safnadeginum, sem haldinn verður fimmtudaginn 21. apríl á sumardaginn fyrsta. Safnadagurinn í ár er helgaður hafinu. Ljóðasetur Íslands verður með opið frá 13.00 – 17.00 og viðburðir verða alltaf á heila tímanum.

Kl. 14.00 Flytur forstöðumaður ýmis sjávar- og sjómannaljóð
Kl. 15.00 Graycloud Rios, listamaður frá Mexico flytur eigin ljóð og sögur
Kl. 16.00 Forstöðumaður kveður og syngur ýmsa sjómannatexta

Enginn aðgangseyrir er að setrinu og allir velkomnir að líta inn til að hlýða á það sem er í boði sem og að skoða sig um á setrinu.

Listamaðurinn Graycloud Rios mun flytja eigin sögur og ljóð á Ljóðasetrinu. Rios hefur verið gestur í Listhúsinu í Ólafsfirði undanfarnar vikur en heldur brátt för sinni áfram. Hann er fæddur og uppalinn í Mexicó en búið í Bandaríkjunum frá 16 ára aldri eða svo.

Sögur hans og ljóð eru byggðar á gömlum sögnum frá Mexicó sem hann heyrði m.a. ömmu sína og mömmu fara með. Kallast þær því vel á við hina munnlegu geymd sem falin er í íslensku þjóðsögunum og norrænu goðafræðinni.

Hann hefur mikið fengist við ljósmyndun og hér má m.a. sjá hvað hann hefur verið að fást við í Listhúsinu að undanförnu https://residenceiniceland.wordpress.com/