Express flýgur ekki frá Akureyri í vetur

Vikudagur greinir frá því að ekkert verði af því að Iceland Express bjóði upp á beint flug frá Akureyri til London í haust og í vetur eins og til stóð, þar sem Iceland Express hefur sagt sig úr verkefninu Ísland allt árið. Horft sé til þess að bjóða upp á beint flug frá Akureyri næsta sumar og þá sé helst horft til London, þar sem áhugi virðist mikill á slíku flugi norðan heiða.

Einnig verður unnið að því að koma á einhverju flugi frá Akureyri yfir vetrarmánuðina fyrir veturinn 2013-2014. Bókanir í beint áætlunarflug milli Akureyrar og Kaupmannahafnar, sem Iceland Express býður upp á vikulega í sumar, hefur verið með ágætum og í samræmi við væntingar.

Heimild: Vikudagur.is