Trilludagar


Event Details


Trilludagar verða haldnir í annað sinn á Siglufirði og stendur til að gera þá að árlegum viðburði. Í boði verður m.a. sjóstangveiði fyrir alla þar sem boðið verður uppá siglingu út á fjörðinn fagra og lagt fyrir fisk. Grill á hafnarsvæðinu. Súkkulaðihlaup – styrktarhlaup, menning, íþróttir og afþreying, skemmtanir og margt fleira í boða þessa helgi fyrir alla fjölskylduna.

Föstudagur 28. júlí

Kl. 16:00 Ljóðasetur Íslands –  Lifandi viðburður

Kl. 19:00 Tapas og trillustemning á Kaffi Klöru

Laugardagur 29. júlí

*Kl. 09:00 – Fríða súkkulaðihlaupið 10 km. Ræst út við Frida Súkkulaðikaffihús. Skráning  á www.hlaup.is

Setning Trilludaga

Kl. 10:00 – 10:15 Setning Trilludaga

Kl. 10:15 – 17:00 Frítt á sjóstöng og í útsýnissiglingar út á fjörðinn fagra

Kl. 10:00 – 17:00 Landnámshænur –  Sýning

*Kl. 11:00 – 12:00 Súkkulaðihlaup 3 km fjölskylduskokk, ræst út við Frida Súkkulaðikaffihús.

Kl. 11:00 – 18:00 Grill, fjör og harmonikkutónlist á hafnarsvæðinu allan daginn

*Kl. 12:00 -13:00 Síldar- og sjávarréttarhlaðborð – Hannes Boy

Kl. 12:00 – 13:00 Verðlaunaafhending í Súkkulaðihlaupi.,  Athöfn við Frida Súkkulaðikaffihús

Kl. 13:30 – 14:00 Söngvaborg skemmtir yngri kynslóðinni á Rauðkusviði

Kl. 14:30 – 15:00 Síldargengið tekur rúnt um miðbæinn

Kl. 15:00 – 16:00 Síldarsöltun við Síldarminjasafnið. Söltuð síld við Róaldsbrakka. Harmonikkuleikur og bryggjuball að sýningu lokinni

Kl. 18:00 – 18:20 Leikhópurinn Lotta á Rauðkusviði

Kl. 19:00 Tapas og trillustemning á Kaffi Klöru

Kl. 20:00 –  21:00 Trillufjör á Rauðkusviði, tónlistarmenn koma fram

Sunnudagur 30. júlí

*Kl. 11:00 Opna Rammamótið ræst út kl. 11:00  á Golfvellinum í Ólafsfirði – Sjá nánar á www.golf.is

Kl. 11.00 – 12:00 Messa í Skarðdalsskógi, (skógræktinni) undir berum himni. Séra Sigurður Ægisson messar.

Kl. 11:00 – Landnámshænur – Sýning

*Kl. 13:00 – 14:00 Leikhópurinn Lotta. Leiksýning á Blöndalslóð

Kl. 14:00 -15:30 Hestasport fyrir krakka við Mjölhúsið.  Fjölskyldan á Sauðanesi kemur með hestana sína í bæinn og leyfir krökkum að fara á bak

Kl. 14:00 – 16:00 Trilludagskrá á Rauðkusvið, tónlistarmenn koma fram

*Viðburðir sem krefjast aðgöngueyris

A5 isl Trilludagar 2017