Slys varð á laugardeginum í Grjótagjá í Mývatnssveit þegar erlendur ferðamaður, kona, féll rúma fjóra metra niður í sprungu og lenti á botni hennar. Hún var allnokkuð slösuð og var flutt á sjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar.
Að björgun hennar komu lögregla, sjúkralið og björgunarsveitin Stefán í Mývatnssveit auk fleiri sem voru á staðnum.