Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að ráða Erlu Gunnlaugsdóttur í starf skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar. Erla var metin hæfust í starfið af þremur umsækjendum. Héðinsfjörður.is greindi fyrstur vefmiðla frá þessu þann 11. ágúst síðastliðinn að lagt hefði verið til að Erla yrði ráðin í starfið. Erla hefur starfað sem verkefnastjóri sérkennslu við Grunnskóla Fjallabyggðar. Jónína Magnúsdóttir sagði starfi sínu lausu í sumar sem skólastjóri Grunnskóla Fjallabyggðar og tekur hún við starfi aðstoðarskólastjóra Grunnskólans í Þorlákshöfn.