Erfitt að æfa fótbolta í Fjallabyggð vegna snjóa
Það styttist í fyrsta leik tímabilsins hjá Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar, en mikill snjór hefur einkennt þennan vetur og langt virðist í vorið. Leikmenn voru því beðnir um að koma með skóflu með sér á æfingu í gær til að koma snjóinn burt. Leikmenn æfðu í t.d. í gær á Sparkvellinum í Ólafsfirði en hann þurfti að moka áður en æfing gat hafist.
Völlurinn er ekki svona grænn í dag, hann er þakinn snjói. (Ólafsfjarðarvöllur)
Ljósmynd: Ragnar Magnússon.