Bæjarráð Akureyrarbæjar harmar þá stöðu sem uppsetning á ILS aðflugsbúnaði við Akureyrarflugvöll er komin í.  Frekari tafir á uppsetningu búnaðarins geta haft í för með sér ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir starfsemi ferðaþjónustu á Akureyri og Norðurlandi öllu. Bæjarráð Akureyrarbæjar hefur skorað á ríkisvaldið ásamt ISAVIA að hefja framkvæmdir án frekari tafa og efna þannig áður gefin loforð. Þetta kemur fram í fundargerð Bæjarráðs Akureyrarbæjar þann 19. júlí sl.