Enn töluverð snjóflóðahætta á utanverðum Tröllaskaga

Lögreglan á Akureyri biður þá sem ætla að stunda útivist næstu daga, vélsleðamenn, skíðafólk og annað útivistarfólk, að fara varlega. Í nýfallinni mjöll geti leynst hættur í formi snjóflóða.  Marga daga taki nýja snjóinn að bindast harðfenninu sem var fyrir.

Veðurstofan segir að enn sé töluverð hætta á snjóflóðum á norðanverðum Vestfjörðum og utanverðum Tröllaskaga.  Lögreglan bendir þeim sem fara um svæði þar sem snjór er mikill að vera með snjóflóðaýli.

Heimild: ruv.is