Enn safna Ólafsfirðingar fyrir rekstri vefmyndavéla

Ólafsfirðingar búa vel og þar eru tvær flottar vefmyndavélar þar sem brottfluttum Ólafsfirðingum gefst tækifæri að kíkja á sína heimabyggð. Nú er safnað fé til styrktar rekstri þessara myndavéla, en önnur er staðsett í Skíðaskálanum á Tindaöxl og hin á húsi Golfklúbbs Ólafsfjarðar. Fyrsta vélin var sett upp árið 2012 og skömmu síðar fylgdi önnur. Hægt er að skoða þessar vélar á vefinum Tindaöxl.com

Styrktarreikningur er í banka: 0347-03-402600 kt: 180644-6879