Siglufjarðarskarð er enn ófært en Vegagerðin merkir ekki þessa leið á vegakortin sín.  Óvíst er hvort leiðin verði opnuð í sumar, en þetta er annars skemmtileg leið að fara sé hún opin, bæði gangandi og keyrandi á góðum bíl. Steingrímur Kristinsson tók þessa mynd 22. júní.

Árið 1946 var bílvegur lagður yfir Siglufjarðarskarð. Fram að því höfðu allir meiriháttar flutningar á fólki og varningi farið um sjóveg til og frá Siglufirði. Mikil samgöngubót var að Skarðsveginum þótt fær væri aðeins fáa mánuði á ári.

19115884142_8a0500e24f_z