Enn ófært til Fjallabyggðar

Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli eru enn lokaðir og engir bílar hafa farið þar í gegn í dag. Við Ólafsfjarðarmúla eru vindhviður að ná rúmlega 26 m/s í dag og á Siglufjarðarvegi hafa mestu hviðurnar í dag náð rúmlega 29 m/s.  Mikil hætta er á snjóflóðum á utanverðum Tröllaskaga samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, og hafa nokkur flóð fallið á svæðinu í vikunni. Lokað eru um Öxnadalsheiði og Víkurskarð og til Grenivíkur.  Gert er ráð fyrir að veður skáni í kvöld og nótt á Norðurlandi og opnun vega verið skoðað á morgun, laugardag.

Ólafsfjörður