Enn lokað um Ólafsfjarðarmúla og Þverárfjall

Vegurinn um Ólafsfjarðarmúla er enn lokaður vegna snjóflóðahættu líkt og síðustu daga. Þá er vegurinn um Þverárárfjall enn lokaður.

Hálka, snjóþekja eða þæfingur er nokkuð víða á Norðurlandi, ófært er á Víkurskarði og lokað er um Ljósavatnsskarð.

Þó heldur hafi dregið úr mesta vindinum frá í gær verður áfram fremur hvasst og þá með skafrenningi norðan- og norðaustantil, einkum á fjallvegunum. Spáð er snjókomu eða þéttum éljagangi í dag á Norðurlandi.

Þetta kemur fram hjá Vegagerðinni núna í morgun.