Enn lokað til Fjallabyggðar

Ólafsfjarðarmúli er enn lokaður vegna snjóflóðahættu. Siglufjarðarvegur en einnig lokaður vegna snjóflóðahættu. Þungfært er milli Hofsóss og Ketiláss, en þar er unnið að hreinsun vegar. Víkurskarð er lokað vegna veðurs. Þá er ófært um Þverárfjall.

Þeir sem eru að ferðast á Norðurlandi ættu að fylgjast vel með veðurspá og færðinni á vef Vegagerðinnar.