Klukkan 11:00 í dag lauk atkvæðagreiðslu um frekari verkfallsaðgerðir BSRB félaga um allt land vegna kjaradeilu BSRB við sveitarfélög landsins. Meðal sveitarfélaga á Norðurlandi eru Skagafjörður, Fjallabyggð, Dalvíkurbyggð, Norðurþing og Akureyri.

Um er að ræða starfsfólk leikskóla, sundlauga- og íþróttamannvirkja, bæjarskrifstofa, hafna, þjónustumiðstöðva og áhaldahúsa svo eitthvað sé nefnt en mismunandi er eftir sveitarfélögum hvaða hópar leggja niður störf á hverjum tíma. Um er að ræða ótímabundið verkfall hjá sundlaugum og íþróttamannvirkjum um allt land.

Verkfallsboðun um frekari aðgerðir var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta í 29 sveitarfélögum, og eru þau eftirfarandi:

Akranes
Akureyri
Árborg
Bláskógarbyggð
Borgarbyggð
Dalvíkurbyggð
Fjallabyggð
Grindavík
Grímsnes- og Grafningshreppur
Grundafjarðarbær
Hafnarfjörður
Hveragerði
Ísafjarðarbær
Kópavogur
Mosfellsbær
Mýrdalshreppur
Norðurþing
Rangárþing Eystra
Rangárþing Ytra
Reykjanesbær
Seltjarnarnes
Skagafjörður
Snæfellsbær
Stykkishólmur
Suðurnesjabær
Vestmanneyjar
Vogar
Ölfus

Á mánudaginn hófust verkföll í Kópavogi, Garðabæ, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi og á mánudag bætast við sex sveitarfélög til viðbótar og koll af kolli. Aukinn þungi færist því í aðgerðir eftir sem líður ef ekki næst að semja.

Mynd: Bsrb.is