Enn fellur umferðarmetið í gegnum Héðinsfjarðargöng !

Í gær fór 2085 bílar í gegnum Héðinsfjarðargöng skv. tölum úr Vegsjá Vegagerðarinnar. Þetta er nýtt met en áður féll metið um Verslunarmannahelgina. Þetta er samanlögð umferð óháð stefnu. Það er því greinilegt að fólk á Fiskideginum mikla og gestir á Pæjumóti hafi kíkt í Héðinsfjörð eða farið í útsýnisbíltúr.

1679 bílar fóru í gegnum Héðinsfjarðargöng á föstudag. Gríðarleg umferð var líka um Hámundarstaðaháls í gær og á föstudag, 6090 bílar fóru þar um í gær og 4662 á föstudag. 556 fórum um Siglufjarðarveg í gær en 580 á föstudag. Þá fóru 1717 um Öxnadalsheiði í gær og 2907 á föstudag.

Hægt er að sjá fleiri umferðartölur úr Vegsjá Vegagerðarinnar hér.