Enn aukning í umferð nyrst á Tröllaskaga

Ágætis aukning var á umferð milli daga en í gær laugardaginn 2. ágúst var aukning á öllum teljurum Vegagerðarinnar nyrst á Tröllaskaga. Töluvert af ferðamönnum er á því svæði þessa helgina vegna Síldarævintýris og Unglingalandsmóts á Sauðárkróki.

Í gær laugardag fóru 811 bílar um Siglufjarðarveg sem er aukning um 88 bíla á milli daga. Um Héðinsfjarðargöng fóru 1487 bílar sem er aukning um 185 bíla á milli daga. Um Múlagöng fóru 1277 bílar sem er aukning um 111 bíla á milli daga. Tölur eru óháð umferðarstefnu.

Frá Eyjafirði