Engar umsóknir hafa borist um stöðu leikskólastjóra í Fjallabyggð og er það áhyggjuefni fyrir skólann.

Tveir hafa hinsvegar sótt um stöðu skólastjóra Grunnskóla Fjallabyggðar, en ekki hefur verið gengið frá ráðningu.

Þá er búið að ráða í stöðu tómstundafulltrúa í Fjallabyggð og er eftirvænting mikil. Staðan var áður sameinuð starfi Íþróttafulltrúa Fjallabyggðar.