Enginn með covid í Fjallabyggð eða í sóttkví

Fjallabyggð er loksins laust við Covid, einn aðili á Siglufirði er núna laus við covid og enginn er í sóttkví á Siglufirði eða í Ólafsfirði. Þá er covid í rénun í Dalvíkurbyggð en þar eru núna aðeins 7 í sóttkví en 21 með covid í einangrun. Þá eru 100 manns í einangrun á Norðurlandi eystra.

Myndlýsing ekki til staðar.