Nóttin var öllu rólegri heldur en síðasta hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þó var erill og í dagbók lögreglunnar á Norðurlandi eystra voru skráð 51 mál eftir nóttina. Málin eru af ýmsum toga, aðstoðarbeiðnir, kærur vegna umferðarlagabrota, tilkynningar um umferðarlagabrot, slagsmál, fólk í annarlegu ástandi og fleira.

Um níu leytið í gærkvöldi var tilkynnt um par í annarlegu ástandi í miðbænum. Lögreglumenn fóru og svipuðust um eftir parinu en fundu ekki.

Heilt yfir má segja að nóttin hafi gengið ágætlega að sögn lögreglu.  Enginn var vistaður í fangaklefa á Norðurlandi eystra þrátt fyrir ýmisskonar útköll.
Lögreglan mun í dag viðhafa sérstakt eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri.