Enginn fagmenntaður Leikskólakennari sótti um í Fjallabyggð

Auglýst var nýlega í Fjallabyggð eftir leikskólakennurum í starfsstöðvar á Siglufirði og Ólafsfirði. Enginn fagmenntaður leikskólakennari hefur sótt um, en fjórar umsóknir bárust þar sem ófaglærðir óska eftir vinnu á Leikskólanum Leikhólum í Ólafsfirði og ein á Leikskólanum Leikskálum á Siglufirði.

Guðlaugur Magnús Ingason hefur verið ráðinn tímabundið fram að sumarleyfi. Hann hafði áður sótt um 50% stöðu forstöðumanns fyrir Menningarhúsið Tjarnarborg á Ólafsfirði sem auglýst var árið 2012 en var ekki valinn þar úr hópi umsækjenda.