Engin smit í Fjallabyggð eða Dalvíkurbyggð

Alls eru 27 í einangrun á Norðurlandi, þar af 24 á Norðurlandi eystra. Þá eru 52 í sóttkví á Norðurlandi, þar af 41 á Norðurlandi eystra.  Enginn er í einangrun í Fjallabyggð eða Dalvíkurbyggð, en einn er í sóttkví í Dalvíkurbyggð. Þrír eru í einangrun á Húsavík og þrír í sóttkví.