Fjallabyggð hefur gefið út gjaldskrá fyrir tjaldsvæðin á Siglufirði og í Ólafsfirði sem gildir í ár, en engin hækkun er á gjaldskránni frá því í fyrra. Einn nýr gjaldskrárliður er þó kominn inn en það er gistináttagjald sem er 100 kr fyrir hverja gistieiningu. Áfram kostar 800 kr fyrir fullorðna að gista hverja nótt og frítt fyrir börn yngri en 12 ára. Þeir sem eru með Útilegukortið gista frítt í Fjallabyggð.