Engar hópuppsagnir á Norðurlandi árið 2018

Á árinu 2018 bárust Vinnumálastofnun 15 tilkynningar um hópuppsagnir, þar sem 864 manns var sagt upp störfum. Flestir hafa misst vinnuna í flutningum, 393 eða um 45% allra hópuppsagna, í iðnaðarframleiðslu 266, eða um 31% og 151 í fiskvinnslu eða um 17%.

Um 51% tilkynntra hópuppsagna á árinu 2018 voru á höfuðborgarsvæðinu, um 34% á Suðurnesjum, um 11% á Suðurlandi, um 3% á Vesturlandi og um 1% Vestfjörðum. Engar tilkynningar bárust frá Norðurlandi.

Samtals hefur 11.514 manns verið sagt upp í hópuppsögnum á 11 árum. Flestir misstu vinnuna á þriggja
mánaða tímabili frá desember 2008 til febrúar 2009 og svo næstu 3 mánuði þar á eftir.

Myndir og heimild: Vinnumálastofnun.