Endurvekja Snjókrosskeppni í Ólafsfirði

Ásgeir Frímannsson íbúi í Ólafsfirði hefur fengið samþykki bæjarráðs Fjallabyggðar til að halda snjókrosskeppni í samstarfi við Kappakstursklúbb Akureyrar (KKA). Keppnin yrði haldin í Ólafsfirði helgina 26.-27. febrúar næstkomandi.
Keppnin verður haldin innanbæjar í Ólafsfirði, ef snjóalög leyfa, líkt og gert var á árunum 2000-2009. Keppt verður í fimm flokkum, þ.e. í byrjenda-, kvenna-, sport-, og próflokki.