Endurbyggja Selvíkurvita fáist styrkur úr Framkvæmdasjóð ferðamanna

Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt að sækja um styrk í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða vegna verkefna í Fjallabyggð. Um er að ræða endurbyggingu á Selvíkurvita á Siglufirði og byggingu nýs aðstöðuhúss við Brimnes í Ólafsfirði.

Fjallabyggð myndi greiða 20% af kostnaðaráætlun verkefnanna. Verkefnin eru háð því að styrkur fáist úr Framkvæmdasjóðnum.

Vitinn var byggður árið 1930 og er gamall innsiglingarviti fyrir Siglufjörð og gegndi mikilvægu hlutverki hinnar fjölförnu síldarhafnar sem Siglufjörður var. Vitinn er á vinsælu göngusvæði við Siglufjörð og koma þangað töluvert af ferðamönnum á ári hverju.