Endurbygging Bæjarbryggju kostaði 542 milljónir

Búið er að opinbera tölur og uppgjör varðandi kostnað vegna endurbyggingar á Bæjarbryggju á Siglufirði.  Heildarkostnaður við verkið var 542 milljónir króna, en áætlun gerði ráð fyrir 549 milljónum króna. Heildarkostnaður Hafnarsjóðs Fjallabyggðar við verkið var 117 milljónir króna, en áætlun gerði ráð fyrir 114 milljónir króna. Frávik við framkvæmdina var óverlueg og góðri áætlunargerð var vel fylgt.

Framkvæmdir hófust í febrúar 2016 við fyllingu og niðurrekstur á stálþili, sem er 227 metra langt og gengu þær afar vel. Annar viðlegukanturinn er 155 metra langur og hinn er um 60 metrar. Þá var innsiglingin að Siglufjarðarhöfn og einnig hluti hafnarinnar dýpkuð niður í 9,0 metra dýpi.  Eftir framkvæmdina var hægt að taka á móti stærri skemmtiferða- og flutningaskipum.