Endurbætur á flugstöðinni á Siglufjarðarflugvelli

Endurbætur á húsnæði flugstöðvarbyggingar við Siglufjarðarflugvöll er hafin en þrjú fyrirtæki buðu í verkið.  Berg ehf. á Siglufirði bauð lægst í verkið en kostnaðaráætlun var 3.841.500 kr. og Berg var lægstbjóðandi og bauð 3.510.000 kr. Endurbæturnar á flugstöðinni eru í samræmi við samning ISAVIA við Framkvæmdasýslu ríkisins sem hefur leigt húsið undir vinnu við snjóflóðavarnir samkvæmt upplýsingum frá upplýsingafulltrúa ISAVIA.

Sveitarfélagið Fjallabyggð vonast til að flugbrautin sjálf verði opnuð á næsta ári fáist fjárveitingar í viðhald og lagfæringu á slitlagi á vellinum. Opnun flugvallarins skiptir miklu máli fyrir ferðaþjónustu á svæðinu og einnig sjúkraflug.

Eftirfarandi tilboð bárust í verkið: 
Berg ehf. 3.510.000
Minný ehf 3.631.000
L7 ehf 3.773.350