Embættismönnum og bæjarfulltrúum býðst að fara til Brussel á námskeið

Embættismönnum og bæjarfulltrúum í Fjallabyggð býðst nú að að fara á námskeið þann 20.-22. mars í Brussel á kostnað Evrópusambandsins. Námskeiðið er með því markmiði að kynna byggðastefnu ESB og aðkomu sveitarstjórnarstigsins að henni.  Bæjarstjóri Fjallabyggðar mun fara þangað á vegum Eyþings.

Bæjarráð Fjallabyggðar lítur á það með velvilja ef embættismenn og bæjarfulltrúar Fjallabyggðar sýni áhuga á að nýta sér þetta tækifæri, enda sveitarfélaginu að kostnaðarlausu.  Fyrirhuguð er önnur ferð í byrjun apríl þar sem áherslan verður á félagsmálastefnu ESB.