Háskólaráð Háskólans á Akureyri hefur auglýst laust til umsóknar embætti rektors Háskólans á Akureyri.

Ráðið er í embættið til fimm ára og er upphaf starfstíma 1. júlí 2024.

Háskólinn á Akureyri er framsækinn háskóli með áherslu á rannsóknir, sveigjanlegt nám, jafnrétti og umhverfismál. Starfsfólk vinnur eftir metnaðarfullum gæða-, umhverfis- og jafnréttisstefnum sem sífellt eru í endurskoðun og núna er verið að vinna að heildarstefnumótun háskólans til ársins 2030.

Stúdentar eru í fyrirrúmi hjá Háskólanum á Akureyri og þar fá þeir tækifæri til að öðlast menntun í metnaðarfullu og alþjóðlegu náms- og rannsóknarumhverfi. Námssamfélagið er persónulegt, krefjandi og í boði er nám á öllum námsstigum.

Háskólinn á Akureyri var stofnaður árið 1987 og hefur vöxtur háskólans verður hraður frá upphafi. Námsframboð hefur aukist jafnt og þétt og stúdentum og starfsfólki hefur fjölgað. Háskólinn á Akureyri samanstendur af tveimur fræðasviðum: Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviði og Hug- og félagsvísindasviði. Akademískar deildir háskólans eru níu. Í þessum deildum eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir og þar fer fram kennsla í grunn-, framhalds- og doktorsnámi.

Umsóknarfrestur er til og með 23. nóvember 2023 og má nálgast allar nánari upplýsingar um starfið hér.