Elvis show Friðriks á Blúshátíð í Tjarnarborg í júní

Blúshátíð Ólafsfjarðar verður haldin með pomp og prakt síðustu helgina í júní á þessu ári. Laugardagskvöldið 30. júní verða stórtónleikar í félagsheimilinu Tjarnarborg þar sem Friðrik Ómar kemur fram ásamt fríðu föruneyti með tónleika sem haldnir voru ítrekað fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi í byrjun árs 2010. Öll bestu lög Elvis Presley í frábærum útsetningum.

Friðrik Ómar kemur fram ásamt 7 manna hljómsveit á Blúshátíð Ólafsfjarðar þann 30. júní í Tjarnarborg Ólafsfirði.