Elvar Einarsson hestamaður er Íþróttamaður Skagafjarðar 2011

Í gær var upplýst að Elvar Einarsson er Íþróttamaður Skagafjarðar 2011.   Þetta var tilkynnt við hátíðlega athöfn í Húsi frítímans á Sauðárkróki.  Hestamaðurinn er úr Stíganda og er árangur Elvars á árinu 2011 einkar glæsilegur en hann hefur verið sigursæll á keppnisvöllum hestamanna, hérlendis sem erlendis.