Elska – ástarsögur Norðlendinga sýndar í Hofi

Heimildarverkið Elska – ástarsögur Norðlendinga verður frumsýnt í menningarhúsinu Hofi á Akureyri, föstudaginn 11. nóvember og aftur 12. nóvember kl. 20:00. Aðeins er um þessar tvær sýningar að ræða. Miðaverð er 3800 kr.

Ástarsögur dynja á okkur – endalaust; ýmist óendurgoldnar ástir eða skammlífar. Flestar eiga þær það sameiginlegt að enda ekki vel. En hvað með sögurnar sem enda vel, eða ganga vel? Hvernig eru þær sögur og hvar er þær að finna?

Leikhópurinn Artik hefur í sumar og haust safnað saman raunverulegum ástarsögum para víða á Norðausturlandi og unnið úr þeim leikverkið Elsku – Ástarsögur Norðlendinga. Handritið er unnið orðrétt upp úr viðtölum sem tekin voru við pörin og einnig er tónlist nýtt til að teikna sögurnar upp. Þetta er því hreinræktuð heimildarsýning sprottin upp úr okkar umhverfi á norðurhjara veraldar. Frá nágrönnum þínum, frænkum, frændum, mömmu, pabba, ömmu, afa, systkinum – eða jafnvel þín eigin saga.

leikrit_elska_mak-_230x325px2314