Nýr fjármálastjóri Menntaskólans á Tröllaskaga er Elsa Guðrún Jónsdóttir sem er fædd og uppalin í Ólafsfirði. Hún lauk stúdentsprófi frá skíðamenntaskólanum í Geilo í Noregi. Þá lá leiðin í Háskólann á Bifröst þar sem hún lauk BS í viðskiptalögfræði og meistaraprófi í lögfræði. Elsa starfaði síðustu ár sem fjármálaráðgjafi og útibússtjóri í Arion banka í Fjallabyggð og öðlaðist þar mikla reynslu af skjalavörslu og öðrum verkefnum sem nýtast henni vel í nýju starfi hjá MTR. Elsa Guðrún er margfaldur Íslandsmeistari í skíðagöngu og var fyrsta konan sem keppti á Ólympíuleikum fyrir Íslands hönd í þeirri grein.
Þetta kemur fram á vef mtr.is.